Spurning:
Er Seroxat eitthvað vafasamt? Ég heyrði útundan mér í fréttunum að Seroxat hefði einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir börn og unglinga, en náði ekki hvað það var. Nú er ég búin að vera á því síðan ég var unglingur og langar endilega að vita um hvað málið snérist. Getur nokkuð einhver svarað því?
Svar:
Nýlegar rannsóknir virðast gefa misvísandi ábendingar um að svokölluð SSRI lyf geti valdið aukningu sjálfsmorðshugsana hjá börnum og unglingum. Seroxat er eitt af þessum lyfjum og það lyf sem oftast hefur verið nefnt í þessu sambandi. Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið sýnt fram á að notkun þessarra lyfja hjá börnum og unglingum valdi aukningu í sjálfsvígum hjá þessum aldurshópi.Þetta mál er í athugun og verður væntanlega fjallað um þetta nánar næstu daga og vikur, m.a. af landlækni. Landlæknisembættið hefur ekki enn séð ástæðu til að vara við þessari notkun. Mikill fjöldi fólks notar þessi lyf hér á landi sem og annarsstaðar oftast með góðum árangri. Brýnt er því að hafa ekki óþarfa áhyggjur og halda áfram að taka lyfin sem fyrr. Aldrei skyldi hætta á lyfjagjöfinni án samráðs við lækninn.Ég ítreka því, ekki hafa neinar áhyggjur af lyfjanotkuninni. Finnbogi Rútur Hálfdanarsonlyfjafræðingur