Er skammtímaminnið verra á meðgöngu?

Spurning:
Ég hef heyrt að óléttar konur finni fyrir því á meðgöngu að skammtímaminnið hjá þeim verði verra en áður (þegar þær eru ekki óléttar). Er eitthvað til í því og hvað er það sem veldur?
Svar:
Þetta er oft sagt og þar með verið að gera lítið úr konum. Hið rétta er að konur verða gáfaðri við barneignir og á meðgöngu verða tengingar innan heilans öflugri en á öðrum tímum. Það sem líklega veldur því að konur virðast gleymnari er að þær eru mjög uppteknar af meðgöngunni og minniháttar atriði vilja því oft verða útundan. Svo getur þreyta spilað inn í – sé manneskja þreytt (hvort sem er ólétt eða ekki) þá bregst skammtímaminnið frekar.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir