Spurning:
Er stálhjarta varanlegt eða bráðabirgðatæki?
Svar:
Þetta tæki er á stærð við þumalfingur, sett við brodd hjartans. Þetta er miðásdæla, eins og snigildæla, sem getur dælt allt upp í 7 lítra á mínútu og snýst frá 8-12 þúsund sinnum á mínútu, svo tækið getur afkastað þörf líkamans fyrir blóðflæði í hvíld og við meðal áreynslu.
Hugmyndin með þessu tæki er sú að gefa hjartanu hvíld í nokkrar vikur eða mánuði og fjarlægja svo tækið. Ég held að þetta sé mjög merkilegt tæki.
Árni Kristinsson, hjartalæknir