Er Stilnox það sama og Imovan?

Spurning:
Kondu sæll ritstjóri!Ég er búsett í Suður-Ameríku og er með spurningu sem mig langar til að fá svar við.Heima notaði ég 1/2 töflu af Imovan 7.5 mg svefntöflu til að geta hætt að hugsa og sofnað. Ég hef alltaf fengið vini mína til að senda mér þetta lyf eins og þú sérð er þetta ósköp veik tafla en hún nægir mér til að slaka á hér og sofna. Jæja, hér um daginn var ég hjá lækni og datt í hug að spyrja hann hvort til væri eitthvað svipað. Svar hans var já STILNOX er Imovan, en hann segir að það sé 10 mg. svo ég fékk það og tók 1/2 en fyrsta daginn vaknaði ég með hausverk og var hálf ónóg mér, annan daginn glaðvaknaði ég kl. 4 um nóttuna fór að atast en kl. 7 var eins og slökkt á mér ég gat ekki haldið mér vakandi, og svaf í 2,5 tíma. Veistu nokkuð um þetta?Næsta spurning er hér er ekki hægt að fá NÝMJÓLK eins og heima og krakkarnir fást ekki til að drekka ,,pokamjólkina" enda mikið aukabragð af henni og hún skemmist eftir 1 dag. Hér drekka allir G-mjólk, hvar stendur hún næringarlega séð gagnvart okkar mjólk? Þetta er eina mjólkin sem þeir fást til að drekka ef ég set hana saman við kakó. Við búum rétt sunnan við miðbaug og mikið af skordírabitum en ekki eins og á Amasón-svæðinu. Hér eru til dæmis ekki til þessir hitabeltissjúkdómar sem finnast þar. En ég er þér innilega þakklát fyrir greinina sem kom um skordýrabitin, hún er bæði fræðandi og góð. Takk fyrir Með fyrirfram þökk
Svar:
Virka efnið í Imovane heitir zopiclone og er verkun þess mjög lík zolpidem sem er virka efnið í Stilnox. (Það heitir reyndar Stilnoct á Íslandi). Imovane og Stilnox er því ekki sama lyfið. Ég er sannfærður um að Imovane eða eitthvað annað lyf sem inniheldur zopiclone fæst í Brasilíu. Þú gætir þurft að ganga harðar að lækninum til að fá það lyf sem þú vilt fá. Verkun lyfjanna og aukaveranir eru svipaðar og erfitt að setja þessa óþægilegu upplifun þína af notkun Stilnox í samband við lyfjafræðilega eiginleika þess. Lyf geta þó flest haft einstaklingsbundin áhrif. Einnig er möguleiki á að þú eigir eftir að venjast því og það komi til að hjálpa þér eins og Imovane ef þú heldur áfram að taka það.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur
Hvað næringu G-mjólkurinnar áhrærir, þá er hún ekki eins góð og ferska mjólkin en hún er klárlega betri en engin, svo endilega gefðu þeim hana. G-mjólk er nánast það eina sem notað er í heitari löndum eins og Spáni og víðar og börnin þar komast ágætlega til manns svo hafðu ekkert of miklar áhyggjur af þessu. Með góðri kveðjuHjúkrunarfræðingurwww.Doktor.is