Er til annað nafn yfir Bláæðabólgu?

Spurning:
Konan mín þjáist af „Bláæðabólgu“, Heitir sjúkdómurinn eitthvað annað? – Er þetta smitandi?

Svar:
Kæri fyrirspyrjandi.

Eins og þú eflaust veist, skiptist æðakerfi mannsins í tvo meginhluta: slagæðar sem flytja blóð frá hjartanu og út í hina ýmsu líkamshluta, og bláðæðar sem flytja blóðið frá líkamsvefjum tilbaka til hjartans. Bláæðabólga er sem sagt bólga í bláæðakerfinu. Hún er oftast staðbundin og kemur venjulega fyrir í sambandi við æðahnúta í fótum. Ef þessi bólga er í æðum sem liggja grunnt t.d. í fótum, þá verður æðin bólgin og þrúting og húð yfir æðinni rauð og aum.

Þetta er ekki smitandi sjúkdómur og man ég ekki eftir öðrum nöfnum á þessum sjúkdómi.

Kveðja
Nikulás Sigfússon, Dr.med, fyrrverandi yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar