erfitt að borða

Ég er 77 ára í fanta góðu formi. Ég er líklega með Sjögren og hef haft ristil yfir höfuðið í 3 vikur, nú vill svo til að fæðan virðist eiga erfitt með að komast í gegnum magaopið, ég hef alltaf fundið aðeins fyrir þessu en nú á ég erfitt með borða, eins og krampar við magaop eða eitthvað annað. Ein sem fer helst aldrei til læknis nema í nauð.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú segist aldrei fara til læknsi nema í nauð en það er einmitt það sem ég myndi ráðleggja þér að gera núna.

Það eru engar almennar ráðleggingar sem duga við þessu vandamáli, það þarf að skoða þig  og finna orsökina fyrir þessu.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur