Eru aukaverkanir af Rópan þegar töku er hætt?

Spurning:

Góðan dag.

Ég hef notað svefnlyfið Rópan á hverri nóttu í eitt og hálft ár, en nú ætla ég að hætta því. Eru einhverjar aukaverkanir af þessu lyfi þegar töku er hætt, og ef svo er, hverjar eru þær? Er betra að minnka skammtinn smám saman eða hætta alveg?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Aukaverkanir af Rópan (flúnítrasepam) eru skammtaháðar, þ.e.a.s. stærri skammtar valda meiri aukaverkunum. Helstu aukaverkanir eru þreyta, syfja og máttleysi. Einnig getur það valdið rugli, æsingi og minnisleysi. Lyfið hefur ávanahættu í för með sér. Ef minnka á líkur á óþægindum og fráhvarfseinkennum er betra að minnka skammtana smám saman. T.d. helminga skammt á viku fresti í fjögur skipti.

Jón Pétur Einarsson,
lyfjafræðingur