Eru hjarta og lungu í lagi ef…?

Spurning:
Kæri læknir!
Mig langar að vita: Ef blóðþrýstingur og lungnahlustun kemur vel út eru þá miklar líkur á að það sé í lagi með hjarta og lungu?  Ef ekki: Hvaða hjarta- og lungnasjúkdómar geta verið til staðar þó svo að blóðþrýstingur sé í lagi og eins lungnahlustun?
Og þá með hvaða einkennum? Ég allavega tel að ef blóðþrýstingur sé góður þá sé ekki álag á hjartanu.
Með kærri þökk. 37 ára kona.

Svar:
Kæri fyrirspyrjandi.Hækkaður blóðþrýstingur er verulegur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Ef blóðþrýstingur þinn er eðlilegur er því minni hætta á slíkum sjúkdómum. En jafnvel þótt blóðþrýstingur sé eðlilegur geta samt komið fyrir sjúkdómar í hjarta, fyrst og fremst kransæðaþrengsli. Þetta er þó mjög ólíklegt fyrir konu á þínum aldri.Lungnahlustun er ekki mjög nákvæm rannsókn. Þeir sjúkdómar sem helst er hægt að greina með lungnahlustun eru t.d. bronchitis (berkjubólga), asthmi, lungnabólga o.fl. Ef lunganhlustun er eðlileg er því líklegt að ekkert af þessu sé til staðar.KveðjaNikulás Sigfússon, Dr.med, fyrrverandi yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar