Eru separ í mjólkurgangi hættulegir?

Spurning:
Góðan dag.
Eru separ í mjólkurgangi brjósta hættulegir? Er það tegund krabbameins?
Kveðja

Svar:
Sæl.

Venjulega eru separ í mjólkurgöngum eitthvað sem konur finna ekkert fyrir og vita því ekki af. Þeir eru ekki hættulegir en geta valdið því að konur fái oftar stíflur. Svona separ eru ekki skilgreindir sem krabbamein.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir