Eru til lyf við því að ganga í svefni?

Spurning:

Eru til lyf við því að ganga í svefni? Er um svefntruflanir að ræða e.t.v. sjúkdóm?

Svar:

Svefnganga er vissulega svefntruflun, truflun á djúpum svefni. Lyf sem stundum eru notuð eru svokölluð róandi lyf, en í sumum tilvikum eru notuð geðdeyfðarlyf. Öll þessi lyf geta haft áhrif á þetta ástand, en þau ætti einungis að nota undir mjög nánu eftirliti læknis og taka ber þá tillit til þess að þau geta haft aukaverkanir og að þau geta haft önnur miður æskileg áhrif á svefninn. Oftast er svefnganga meinlaus og ekki merki um sjúkdóma eða annað óeðlilegt ástand. Því er oftast hægt að ráða bót á henni, með öðrum aðferðum.

Kveðja,
Júlíus K. Björnsson, sálfræðingur