Spurning:
Á blaði sem fylgir með exemkreminu ELIDEL, stendur að forðast skuli ljósabekki og sólarljós. Nú er ég að fara til sólarlanda og exemið er á stað sem ekki er hægt að hylja, hvað á ég að gera? Má ég nota kremið á meðan ég er úti, er til eitthvað annað þá í staðinn ef það má ekki? Og eins, má hætta t.d. í viku að nota kremið, fara í ljós og byrja svo að nota það aftur? Af hverju á maður að forðast ljós/sólarljós – hvaða aukaverkanir eru?
Takk takk.
Svar:
Ástæðan fyrir því að ráðlagt er forðast sólarljós og lampa er fyrst og fremst að ekki hefur verið rannsakað nægilega hvaða áhrif þetta hefur á húðina m.t.t. krabbameins og annarra sjúkdóma. Þar sem lyfið er tiltölulega nýtt er ekki heldur komin nægileg reynsla af notkun þess við þessar aðstæður. Ekkert sérstakt bendir þó til þess að sólarljós hafi alvarlega áhrif á húðina meðan Elidel er notað. Mælt er samt með því að forðast sólarljós og vernda húðina með kröftugum sólvarnaráburðum og/eða fötum ef verið er í sterkri sól. Ég treysti mér ekki til að svara til um áhrif þess að rjúfa meðferðina tímabundið meðan verið er í sól.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur