Spurning:
Ég er 40 ára karlmaður sem hef stundað reglubundna líkamsrækt síðan í júni 2000, styrktarþjálfun í tækjum og með lausum lóðum. Ég hef náð þó nokkuð góðum árangri án notkunar hjálparmeðala af neinu tagi, enda hraustlega byggður að upplagi. Spurning mín er þessi: Getur stíf líkamsrækt (4-6 sinnum í viku að meðaltali) aukið testosterone framleiðslu? Ástæða spurningar minnar er sú að ég hef tekið eftir að kollvik hafa aukist síðan ég hóf æfingar. Skeggvöxtur eða önnur einkenni hafa ekki aukist. Mjög lítið er um skalla í föður/móðurættum. Eða er þetta bara aldurinn?
Svar:
Sæll.
Ég hef enga trú á að þjálfunin hafi áhrif á aukin kollvik. Haltu endilega áfram að æfa reglulega. Kostir reglubundinnar þjálfunar eru svo ótal margir og getur m.a. hægt á ýmsum þáttum öldrunar. Til hamingju með árangur þinn. Láttu endilega „hjálparmeðulin“ áfram eiga sig.
Gangi þér vel.
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari.