Fæ hálsríg, hvað er til ráða?

Spurning:
Ég er 26 ára kona í fínu formi, ég stunda líkamsrækt 5-6 sinnum í viku og passa mig á að deila álaginu vel yfir vikuna. Ég á það til að fá hálsríg að meðaltali 1x í mánuði, það er, stundum oftar og stundum sjaldnar. Hefur einhver hugmynd um hvað er í gangi.

Svar:
Það er því miður ekki hægt að svara þessu á einfaldan hátt án þess að fá nánari upplýsingar t.d. um starf þitt, vinnuaðstöðu o.fl. Einnig þyrfti að skoða hjá þér líkamsstöðuna, hreyfingar í hálsi og brjósthrygg, vöðvalengd, svo eitthvað sé nefnt. Vona að þú sért einhverju nær um hugsanlegar ástæður.

Kveðja, Sigþrúður Jónsdóttir, sj.þj. Styrk.