Fæ bólur en er á diane mite.

Ég byrjaði á diane mite fyrir rúmlega ári síðan. Ég er ennþá að fá bólur, ekki margar en samt nóg til að líða illa yfir því. Hef alltaf tekið pásu til að fara á túr en var að pæla hvort það myndi hjálpa ef ég myndi sleppa pásunni.

Var einnig að pæla hvort læknir myndi skrifa upp á decutan fyrir mann þó ég sé ekki útsteypt í bólum?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Misjafnt er eftir pillutegund hvort æskilegt sé að taka þær samfleytt og yfirleitt ráðlagt að taka þær ekki lengur en 3-4 mánuði án pásu. Full virkni af diane mite á að koma fram eftir ca 6-7 mánuði, sem auðvitað er samt persónubundið líka. Hafi einstaklingur  áfram einkenni að þá er best að ræða það við sinn lækni og skoða með honum hvort hægt sé að bæta við meðferð eða gera einhverjar aðrar breytingar. Eins getur verið gott að ráðfæra sig við Húðsjúkdómalækni ef þaðhefur ekki gert það nú þegar. Lyfið Decutan hefur margar og erfiðar aukaverkanir og því þarf læknir að meta það hvort það henti hverjum og einum einstaklingi fyrir sig. Læt fylgja með smá upplýsingar um húðumhirðu og bólusjúkdóma frá húðlæknum HÉR.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.