Fæðing barns

Hvað er Sigurkufl

Komdu sæl/l og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Fósturhimna eða líknarbelgur er belgur sem umlykur fóstur í móðurkviði ásamt legvatni. Þegar kemur að fæðingu barnsins rofnar belgurinn yfirleitt. Stundum gerist það að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, að hluta til eða umlukið honum og kallast þá að fæðast í sigurkufli. Það að fæðast í sigurkufli hefur verið talið gæfumerki fyrir barnið.

með kveðju,

Sigríður Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur