Fæðing með eða án lyfja.

Hvort er algengara að konur velji að fæða barn með eða án lyfja á Íslandi? Er betra að sleppa alveg lyfjum í fæðingu?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Í fljótu bragði finn ég engar heimildir um hvort sé í raun algengara en tilfinningin segir mér að hið síðara sé algengara þegar plan fæðingar er sett upp. Hvað svo sem er gert þegar fæðing er komin af stað er annað mál.

Því minni inngrip í fæðingu, eins og lyf og aðrar aðgerðir, því fyrr jafnar móðir og barn sig. Oft er óhjákvæmilegt að fara í gegnum fæðingu án inngripa og ætti sú ákvörðun, að fara lyfjalaus í gegnum fæðingu, aldrei að vera það niðurnjörvuð að ekki sé hægt beygja frá þeirri ákvörðun ef málin þróast þannig í fæðingu.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.