Fæðubótarefni á meðgöngu?

Spurning:

Sæl Dagný.

Ég sá fyrirspurn varðandi Herbalife og þú mæltir með því að hætta að taka inn það efni á meðgöngu. Mig langar til að vita hvort þú telur í lagi að drekka slíka blöndu og taka vítmínin einu sinni á dag, þ.e. á morgnana, á meðan á meðgöngu stendur? Ég hef gert það í allan vetur og finnst það gera mér gott, ég borða eðlilega að öllu öðru leyti. Ég er komin 6 vikur á leið.

Með kveðju og fyrirfram þökk.

Svar:

Sæl.

Ástæða þess að ég mæli ekki með fæðubótarefnum af þessu tagi á meðgöngu er að ekki er nægilega rannsakað hvaða efni eru í þeim eða hvaða áhrif þau efni hafa á fóstrið. Ef einhver örvandi efni eru t.d. í þessu getur það haft skaðleg áhrif á fóstrið og mörg náttúruefni geta valdið fósturskaða. Hvað varðar vítamínið er sjálfsagt í lagi að taka það svo fremi það innihaldi einungis venjulega ráðlagða dagskammta af vítamínum.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir