Fæðuóþol

Fyrirspurn:

Er hægt að fá fæðuóþol allt í einu þótt maður hafi ekki verið með það áður? Í sum skipti sem ég borða mjólkurvörur, ekki alltaf, þá fæ ég stingandi sársauka í magan, kaldsvitna og hitna til skiptis, byrja að svima og hleyp svo á klósettið. Svo tók ég eftir núna að ég er með útbrot hér og þar um líkaman.. Ekki á neinu afmörkuðu svæði, sum eru flöt og rauð og önnur eru eins og útstæðarbólur í knyppi. Gæti þetta verið fæðuóþol eða kannski eitthvað annað? Hef verið frá vinnu í 3 daga núna vegna verkja í maga og sem sagt þessari krampa tilfinningu og hita.

Aldur:
23

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

"Sumir finna fyrir einkennum, sem líkjast ofnæmi, þegar þeir borða ákveðinn mat, án þess þó að ónæmiskerfið komi við sögu. Í slíkum tilfellum er ekki rétt að tala um ofnæmi heldur skulum við kalla það önnur óþægindi af völdum fæðu. Fæðuóþol er dæmi um slík óþægindi. Þessi óþægindi eru algengari en ofnæmi en í flestum tilvikum eru þau væg."
Þessar upplýsingar er að finna í grein eftir Guðrúnu Adolfsdóttur, matvælafræðing sem er að finna á Doktor.is. Læt tengil fylgja hér á þá grein þér til upplýsinga og aflestrar.

Hitt er annað mál að ég tel það ráð að þú farir til læknis og látir skoða þig og meta.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is