Faraldurinn

Verður eitthvað komið fjárhagslega til móts við fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem fer í einangrun ekki sóttkví

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einangrun er fyrir þá sem eru greindir með smitsjúkdóm sem þarf að einangra til að draga úr líkum á að smit berist frá viðkomandi.

Sóttkví er til þess að einangra þá sem mögulega eru smitaðir vegna umgengni við aðra sem eru með smitsjúkdóm.

Þú skalt endilega kynna þér þetta betur á covid.is og fá nánari upplýsingar hjá vinnuveitandanum þínum og lækninum þínum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur