Finnst ég vera blautur í fæturnar en er það ekki, hvað veldur ?

Hef stundum á tilfinningunni að ég sé blautur í fæturnar, kannski tvær tær og aðeins upp á rist en þegar ég þreifa þá er ég það ekki. Hver getur verið ástæðan fyrir þessar tilfinningu og er ástæða til að láta skoða þetta ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að leita sem fyrst til heimilislæknis til skoðunar með tillit til einkenna og annars heilsufars þíns.  Hann gæti vísað þér áfram til taugalæknis ef þörf krefur en einkenni þín benda til bólgu eða annarra truflunar í taugakerfi.

Gangi þér vel

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur