Fita í lifur

Sæl/l.
Ég fór í skanna á kviðarholi og skoðunin kom eðlileg út . Ég sá aftur á móti að það stóð að ég væri með fitu í lifur. Heimilislæknirinn minn segir að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af af því að lifrarprófin eru eðlileg.
En mig langar til að spyrja: Hvers vegna fær maður fitu í lifur og er það alveg eðlilegt ástand?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru margar orsakir fyrir fitulifur t.d. áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrir þættir geta einnig spilað inní eins og næringarskortur eða lyf. Fitulifur getur verið meinlaus en getur einnig verið alvarleg, fer eftir því hver orsökin eru. Hér getur þú lesið þér meira til um fitulifur.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur