Fita sem hefur lagst á lifur ?

Hvað er það sem veldur því að fita leggst á lifur. ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Lifrin gegnir fjölmörgum hlutverkum og er aðalefnaskiptalíffæri líkamans. Hún er efnaverksmiða sem starfar allan sólarhringinn. Allt sem við borðum, drekkum, öndum að okkur eða berum á húðina fer í gegnum lifrina og hún vinnur úr efnunum. Hún er fæðuvinnslustöð, geymsla og miðstöð dreifingar. Hún tengist beint eða óbeint allri líkamsstarfsemi. Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru mikil áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrar orsakir geta verið næringarskortur, berklar, þarmaaðgerðir vegna offitu, eiturefni eða lyf. Læt fylgja með slóð á greinar um málið til frekari upplýsinga.

https://www.healthline.com/health/fatty-liver

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=74353

Gangi þér/ykkur vel

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.