Fitukúlur á ytri skapabörum

Góðan dag.

Nú hef ég verið með fitukúlur eða svoleiðis, reyndar óreglulegt í laginu, í uþb 2 mánuði á nákvæmlega sama stað. Þetta hefur reyndar dreifst á einum staðnum. Ég er lika með eina svona kúlu á rassinum, nálægt endaþarmi. Eg get ekki kreist neitt út úr þessu. Þegar ég kem við eina kúluna er það vont. Ég er 23 ára. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Þarf ég að láta kíkja á þetta? Eru einhverjar líkur á því að þetta sé krabbamein?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem þú ert að lýsa er mögulega einkenni um húðsjúkdóm sem þarf meðhöndlun við.

Ég ráðlegg þér að fá skoðun og mat hjá húðsjúkdómalækni.

Það eru litlar líkur á að  þetta sé krabbamein og þa ðer mjög líklega hægt að meðhöndla þetta.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur