Fitusog.

Góðan dag, mig langar að kanna þegar farið er í fitusog hvað er algengt að fari mőrg kíló ? Og hvort ég geti í samráði við lækni að hann sjúgi allan líkamann í einu þar sem ég má ekki fara í svæfingu.
Kveðja, konan sem kom vel undan C19?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Eðli spurningar þinnar er bæði það sérhæfð og persónubundin að ég ráðlegg þér að panta viðtalstíma hjá lýtalækni. En ég get þó sagt með vissu að því stærra svæði sem unnið er með því meiri líkur er á að notast þurfi við svæfingu.

Gangi þér vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.