Fitusog og hárígræðsla?

Spurning:
Hæ,  Ég er að forvitnast um fitusog og hárígræðslu fyrir karlinn.
Ég er um 70 kg og 161 á hæð og myndi vilja taka af maganum og rassinum og lærunum. hvað myndi það kosta og hvað þarf maður að bóka langt fram í tímann til að fá tíma á ákveðnum tíma til dæmis ef ég ætlaði í júni-ágúst? Varðandi hárígræðslu, karlinn er með há kollvik sem eru farinn að pirra hann og er búinn að vera með þau lengi en núna er kollvikin farin að stækka.  Er hárígræðsla gerð á íslandi og hvað myndi það kosta?     Kveðja ein að spá

Svar:
Sæl.
Fitusog er algeng aðgerð og kostar ca 150-300.000.
En það er nauðsynlegt að sjá þig og meta hvað þart að gera og hvað er hægt að gera.  563-1060.  
Hvað varðar hárígræðslu þá þarf hins vegar að leita til útlanda með það.

Kveðja Ottó Guðjónsson, lýtalæknir.