Fitusogsaðgerðir – kostnaður o.fl.?

Spurning:
Halló!Mig langar að vita hvað fitusogsaðgerðir kosta og hverjar geta aukaverkanir orðið? Hvert á að snúa sér?Með kveðju.

Svar:
Halló.
Fitusogsaðgerðir geta verið mjög mismiklar að umfangi og því kostnaði, allt frá 80.000 – 250.000. Sem betur fer eru aukaverkanir sjaldgæfar en geta komið í einstaka tilfelli, sýkingar og óregla í yfirborði húðar ber þar helst að nefna.
Best er að fá að sjá þig á stofu og ræða þetta nánar.

Kær kveðja,
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir