Fjarlægja húðflúr?

Spurning:
Sæl,
Ég er með húðflúr sem mig langar til að láta fjarlægja. Ég er búin að leita mér upplýsinga um hvernig það er gert og hvað það kostar en ég gleymdi að spyrja að því mikilvægasta: Getur fjarlæging á húðflúri með leysigeisla haft einhverjar slæmar afleiðingar seinna meir eða er hættulaust að fara í leysigeislameðferð?

Svar:
Komdu sæl og þakka þér fyrirspurnina.
Laser-ljós-geislinn sem notaður er til að eyða húðflúri o.fl. er ekki hættulegur sem slíkur. Þetta er bara heitt ljós sem læknar mein og/eða lagfærir. Áhætta getur þó fylgt öllum aðgerðum. Best er að uppræta svarta og dökkbláa liti en aðrir litir geta verið erfiðari og jafnvel valdið aukaverkunum s.s. ofholdgun í húð. Helstu aukaverkanir sem geta komið við meðferð eru: roði, þroti, brunablöðrur, hrúður og e.t.v. mar. Einnig getur komið fyrir að litafrumur í húðinni eyðist og bletturinn verði hvítur á eftir.  Þar sem litur hefur verið innbrenndur í húðina er þegar komið ör. Þennan örvef lagfærir ljósgeislinn og gerir minna áberandi.Laser-lækning ehf. býður upp á meðferð með ljós-geisla tækni sem eyðir lit húðflúrsins.  Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is og heimasíðu fyrirtækisins þar sem nálgast má frekari upplýsingar um meðferðina auk þess sem þar er að finna myndir fyrir og eftir meðferð. Veffangið er: www.laserlaekning.is
Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.