Fjólublá tönn eftir rótfyllingu

Spurning:

Ákvað að senda fyrirspurn þar sem hér er ekki tannlæknir nema stundum.

Ég er með fjólubláa tönn eftir rótfyllingu og verki einstöku sinnum, tannlæknirinn sagði aldrei að ég þyrfti að koma aftur í sambandi við rótfyllinguna og hann setti ekki bráðabirgðarfyllingu eftir aðgerð bara postulín og sagði bless eg er mjög óánægð þar sem ég hef ekkert vit á svona hlutum finnst mér að tannlæknirinn eigi að upplýsa mann um þá.

Svar:

Sæl.

Að sjálfsögðu átt þú rétt á öllum upplýsingum sem snerta aðgerð þína. Ef til vill hefðir þú mátt vera duglegri að spyrja. Reyndu að ná aftur í tannlækninn í síma. Náirðu ekki til hans gætirðu leitað álits annars tannlæknis eða ráða hjá Tannlæknafélagi Íslands.

Gangi þér vel.

Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir