Hver er munurinn á inflúensu og umgangspest? Eins og t.d. niðurgangi sem vírus veldur og er smitandi og ekki hægt að bólusetja við?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Munurinn á inflúensu og umgangspest er yfirleitt sá að umgangspest er eitthvað sem kemur og stoppar stutt en inflúensa eiginlega valtar yfir mann og getur tekið alveg upp í 3-5 vikur að losna við. Inflúensa er líka bundin við ákveðið tímabil á meðan umgangspest getur komið hvenær sem er á árinu. Læt fylgja með lesefni um efnið og vona að það hjálpi eitthvað.
Gangi þér vel,
https://www.visir.is/g/2013709249981
https://doktor.is/sjukdomur/kvef-eda-flensa
https://www.hsu.is/kvef-eda-influensa/
https://doktor.is/sjukdomur/uppsolu-og-nidurgangspestir
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.