Flensusprauta 2021

Hvenær verður byrjað að sprauta

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Upplýsingar um flensusprautuna er hægt að nálgast á heimasíðum heilsugæslustöðvanna  og á síðu Landlæknis

Almenna reglan í ár er að byrjað vara ða sprauta einstaklinga í forgangshópi frá 18.10-29.10.2021

  • Þau sem eru 60 ára eða eldri
  • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Þungaðar konur

Frá og með 1.nóvember stendur öllum til boða að fara í flensusprautu á sinni heilsugæslustöð.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur