Flöguþekjukrabbamein

Góðan daginn

Mig langar til að fá upplýsingar um “flögukrabbamein” í andliti og hvaða meðferð er gerð í sambandi við það?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Flögukrabbamein er líka kallað flöguþekjukrabbamein og er ein af fjórum  tegundum húðkrabbameina og næst algengast þeirra.

Flöguþekjukrabbamein kemur yfirleitt fram sem upphleypt svæði eða rauður hreistraður blettur, en oft greinist það ekki fyrr en það hefur myndað sár. Flöguþekjukrabbamein myndast oftast á andliti, þ.m.t. vörum, í munni, en einnig á utanverðum eyrum, handarbökum og framhandleggjum. Þetta krabbamein getur orðið að stórum hrauk og það getur dreift sér um líkamann, þó að það sé sjaldgæft

þú getur lesið þér nánar til á doktor.is   http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=1265

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir

hjúkrunarfræðingur