Flökkuvörtur

Fyrirspurn:

Þriggja og hálfs árs strákurinn minn er með flökkuvörtur við endaþarmsopið og klæjar oft í bossann.  Er til einhvert ráð til að slá á kláðann?  Suma daga klæjar hann meira en aðra.

Með fyrirfram þökk

Aldur:
40 ára

Kyn:
Kvenmaður

Svar:


Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Flökkuvörtur er veirusýking (góðkynja sjúkdómur) sem í flestum tilfellum þarf ekki meðferðar við og gengur yfir á nokkrum mánuðum.
Ég vil benda þér á gein sem er að finna inná Doktor.is um flökkuvörtur þér til upplýsinga og þar er einng að finna nokkur góð ráð.
Ég vil þó nefna sérstaklega að það er mjög mikilvægt að ekki sé klórað í vörturnar því þannig geta þær valdið frekari útbreiðslu. Því er hreinlæti/handþvottur mjög mikilvægur.
Ef þetta er eitthvað sem er að angra hann mjög mikið, þá er ráð að tala við heimilislækni eða jafnvel húðsjúkdómalækni.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is