Flóuð mjólk og virkni hennar sem svefnlyf

Er hægt að flóa hvaða mjólk sem er í því skyni að ná fram róandi áhrifum fyrir svefn – eða næst eingöngu virknin við að flóa mjólk með mikið fitumagn?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Mýtan um að flóuð mjólk auki syfju er líffseig og ekki að öllu leyti röng. Mjólk og mjólkurvörur innihalda aminosýruna tryptophan en hún hvetur til syfju. Það að fá sér volga mjólk fyrir háttinn tryggir bæði að þú uppfyllir þörfina fyrir ráðlagðan dagsskammt af mjólk og getur líka verið góð leið við að skapa sér jákvæðar svefnvenjur og hafi þannig slakakndi áhrif. Hins vegar er innihald tryptophans í mjólk það lítið að það hefur líklega óverulega áhrif.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur