Þurfa einstaklingar sem hafa fengið „skammvinna blóðþurrð í heila“ að hafa áhyggjur af því að fara í flug? Getur loftþrýstingur á flugi ýtt undir fleiri áföll? Er eitthvað samspil við blóðþynnandi lyf?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það sem skiptir mestu máli er að standa reglulega upp og hreyfa sig og passa að drekka mjög vel á meðan á fluginu stendur. Það eru sumir sem ráðleggja einstaklingum að taka hjartamagnýl 5 dögum áður en farið er út og á hverjum degi þangað til flugið er aftur heim. Ef þú ert á blóðþynningu þá dugar það annars getur þú skoðað að taka hjartamagnýl, mæli með að það sé gert í samráði við lækni.
Gangi þér vel,
Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur