Flughræðsla

Fyrirspurn:

Góðan daginn,

Mig langar að biðja um leiðbeiningar vegna flughræðslu. Maðurinn minn þjáist af mikill flughræðslu sem að verður til þess að hann fer helst ekki í flug – lætur það stoppa sig, og þá okkur, i að fara í frí sem er auðvitað hamlandi fyrir alla fjölskylduna.

Hvað er til ráða?
Kv. xxxx

Aldur:
37

Kyn:
Kvenmaður

Svar:


Sæl og takk fyrir fyrirspurn,

Ég ætla að senda þér hér tengil inná grein um flughræðslu sem er að inna á Doktor.is og er eftir Eirík Örn Arnarson, sálfræðing.
Síðan er hægt að leita sér aðstoðar, ef ráð duga ekki, hjá sálfræðingi og ætla ég að láta hér fylgja tengil inná Sálfræðistöðina, en á þeirra vegum eru haldin námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Þar er einnig meira lesefni.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is