fluoxitin

Hverskonar lyf er þetta.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Flúoxetín er geðdeyfðarlyf og er notað við geðdeyfð, þráhyggjusýki, matgræðgiköstum (bulimia nervosa) og fyrirtíðavanlíðan. Lyfið tilheyrir frekar nýjum flokki geðdeyfðarlyfja sem hafa sérhæfð áhrif á virkni taugaboðefnisins serótóníns í heila. Flúoxetín hefur svipaða virkni og eldri geðlyf á eikenni geðdeyfðar, þau bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Minni hætta er á eitrunum en aftur er líklegra að flúoxitín valdi einkennum eins og taugaveiklun, spennu, svefntruflunum, auk þess sem ógleði er algeng aukaverkun þess. Hér má finna ítarlega lesningu um lyfið, virkni og aukaverkanir.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur