Föl húð

Húðin mín er rosalega hvít, fólk heldur að ég sé dauð stundum er svo gegnsæ og föl sérstaklega í andlitinu. Þannig ég var að spá hvort það væri einhver meðferð, vítamín, eitthvað sem getur hjálpað mér að verða aðeins eðlilegri á litin. Er ekki að tala um að vera sólbrún eða neitt þannig. Bara hvort það sé eitthvað til að lífga húðin aðeins við. Ná svona nokkuð eðlilegum lit. Er búin að fara í blóðprufur tvisvar og allt kom eðlilega út bæði skiptin, enginn vítamínsskortur.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef að blóðprufurnar þínar koma vel út og sýna ekki vítamínsskort þá ætti ekki að vera þörf á að taka inn vítamín. Í rauninni er ekkert sem þú gert, við erum eins mismunandi og við erum mörg, sumir eru með ljósa húð en aðrir með dökka húð. Hins vegar er alltaf gott að hugsa vel um húðina og gefa henni nægan raka og passa upp á hreinlætið.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.