Fólínsýra

Fyrirspurn:

Komið þið sæl.

Fyrir um 6-7 árum greindist ég með mjög lága fólinsýru og lét læknir mitt fá töflur við henni og gerði þessi lyfjategund það að verkum að ég hef síðan verið með normal fólinsýru.  Het tekið síðan 1 tbl á dag.  Þar sem ég hef tekið 1 tbl. af B vitamini combini áratugum saman, kom það mér á óvart að ég skyldi greinast með svona lága fólinsýru, því mér er sagt að þetta sé B vitamin tegund.  En spurningin er, hvaða efni eru í fólinsýru, sem venjulegt B vitamin gagnar ekki á?

 

Takk fyrir fyrirspurnina

B vítamín skiptist í fjölmarga undirflokka til dæmis B1 (Þíamín) B2 (Riboflavín) B6 (Pýridoxín) B12 (Cýancobalmín) og fleiri og fleiri. Því er ekki víst að það form af vítamíni sem þú hefur tekið inn ( B-combín) innihaldi fólat eða nægt magn fyrir þig. Þungaðar konur og eldra fólk þarf oft aukaskammt af fólati.  Fólat endist aðeins nokkra daga í líkamanum og set ég hér tengil  á afar fróðlega grein um fólat.

 

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða