Fólínsýra á meðgöngu – hversu mikið?

Spurning:

Sæl Dagný.

Ég er gengin 4 vikur og er að taka Sotacor við hjartsláttartruflunum. Er mér óhætt að halda því áfram og hver er áhættan fyrir barnið? Er nóg að taka fjölvítamín til að fá nóg magn af fólínsýru eða þarf að taka viðbót?

Með þökkum.

Svar:

Sæl.

Þú ættir að ráðfæra þig við lækninn þinn hvað varðar Sotacor töflurnar.

Hvað varðar fólínsýruna er miðað við 400 míkrógrömm á dag og ef það magn er í fjölvítamíntöflunum þínum eru þær í góðu lagi.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir