Ég er 33 ára gamall og ég er alltaf að fá sveppasýkingu undir forhúðinni og byrja aftur að nota kremið Daktakort. Og það fylgja líka forhúðarþrengsli. Oft svíður mér mjög mikið. Og í fullri reisn get ég ekki lengur sett forhúðina aftur án þess að það sé svo rosalega sársaukafullt. Ég hef ekki stundað kynlíf með konunni minni í 1 og hálft ár eða lengur. Það er aðallega út af þessu vandamáli. Er ekki að skilja afhverju þetta er að koma upp núna þar sem ég hef ekki haft svona þrengsl áður. En hef oft í gegnum tíðina fengið sveppasýkingu. Hvað er til ráða? Kv Einn áhyggjufullur.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt endilega heyra í heimilislækninum þínum og fá aðstoð með þetta vandamál. Það eru til ýmsar lausnir bæði krem og stundum getur þurft að losa um forhúðina en það er ekki gert nema nauðsyn sé talin á því og þú sért því samþykkur.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur