Forvitin eiginmaður

Ég á mann sem er alltaf að fylgjast með öllu sem gerist í kringum mig á daginn.
Þegar hann kemur heim þá tekur hann eftir að forstofuhurðin hefur verið opnuð ef það er snjór og hann sér eitthvað traðsk þá komu nú fleiri til mín en þessi kona sem ég sagði honum frá. Hann tekur eftir hvort hafi keyrt bíll á planið. Hann hringir oft 1-3 á dag til að vita hvað sé að frétta og hvað ég sé að gera. Hann tekur meira að segja eftir ef stofugardínan hreyfist og þá þarf ég að gefa skýringu um opin glugga og trekk. Hann er alltaf að peksa. Af hverju er þetta svona eða hinsseginn. t.d. mjólk á borði eða sulta og ég tala nú ekki um smj´ör þá fæ ég alltaf ræðuna. ‘iskápshurðin var biluð um daginn og opnaðist alltaf ef ég ýtti ekki nógu fast. þá kom XX AF HVERJU ER ÍSKÁPURINN OPINN. Ef ég hendi í ruslið sem ég vill ekki að hann sjái að ég sé að henda eins og gatslitnum buxum af honum þá skal hann alltaf taka eftir því og taka það upp úr ruslinu ef hann er ekki sáttur við að henda þeim, alveg sama þó ég reyni að fela það í ruslatunnunni. Þetta er nú bara smá dæmi. ÉG er gjörsamlega búin inn í sálinni minni og hvíði alltaf fyrir þegar hann kemur heim. Við erum búin að vera gift í 32 ár.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Samskipti ykkar eru svo greinilega langt frá því að vera innihaldsrík hjónasamskipti og eru farin að hafa verulega slæm áhrif á þína andlegu líðan.

Nú veit ég ekki hvort þú hefur reynt að ræða þetta við hann, þ.e. að þú sért gjörsamlega búin á sálinni og finnir fyrir kvíða bara við það að hann komi heim. En þetta getur ekki gengið svona áfram.

Mín ráðlegging er að þið fáið aðstoð fagaðila. Þið gætuð til dæmis farið til hjónabandsráðgjafa. Ég myndi ráðleggja þér að fara fyrst ein því ég ímynda mér að það geti verið erfitt fyrir þig að hefja máls á þessu við hann.

Ef hann fæst ekki til að fara með þér – gætirðu hugsanlega beðið einhvern nákominn ykkur að tala við hann.

Það eru margir sálfræðingar sem sérhæfa sig í hjónabandsráðgjöf – þú gætir fundið það á netinu.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur