Fóstulát og hjartalaga leg?

Spurning:
Góðan dag.
Ég missti fóstur í febrúar og núna aftur í apríl. Ég er með hjartalaga leg, þannig að það skiptist nánast í tvennt, málið er að ég var að spá hvort það gæti verið að valda þessu? Er einhver leið að komast að því afhverju ég missi alltaf? Er hægt að laga legið? Ég er farin að kvíða fyrir því að geta kannski bara ekki átt barn, þannig mér þætti rosalega vænt um að fá svör sem fyrst… kv, ein sorgmædd

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Þetta er leitt að heyra. Það er hærri tíðni á fósturlátum hjá konum með leg eins og þú lýsir. Hins vegar hlýtur þú að vera í tengslum við lækni, ella vissir þú þetta ekki með legið þitt. Sestu hjá þessum lækni og fáðu svör hjá honum. Það gæti bæði þurft að rannsaka leg þitt og svo meta hvort aðgerða sé þörf.

Konur með svona leg eignast börn eins og aðrar þótt þeim sé hættara að missa fóstur, þá áttu samt eftir að eingast þín börn
Gangi þér vel,
Arnar Hauksson dr med