Spurning:
Sæl.
Ég missti 19 vikna gamalt fóstur í sumar, þurfti að fæða það og var það sent í krufningu. Niðurstöður fékk ég að einhverju leyti um daginn símleiðis og nefndi læknirinn latneska heitið „holoproencephaly”, sem greiningu á því sem að barninu var og útskýrði það lauslega fyrir mér en ég vildi gjarnan fá það skriflegt hjá þér.
Með von um skjót svör.
Takk fyrir, móðir í sorg!
Svar:
Komdu blessuð.
Holoproencephaly merkir að framhluti heila og höfuðkúpu þroskast ekki á eðlilegan hátt þannig að galli verður á skiptingu heilahvela og miðlínu andlitsins með tilheyrandi þroskahömlun. Stundum er þetta vegna litningagalla. Þótt barnið þitt hefði lifað í móðurkviði þá hefði það dáið strax, eða fljótlega eftir fæðingu.
Þið foreldrar eigið alla mína samúð. Það er erfitt að missa fóstur – sérstaklega þegar það er þetta langt gengið. Þetta barn átti sér bara ekki lífs von.
Vonandi eignist þið heilbrigt barn einhvern tímann í framtíðinni.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir