Eru til einhver ráð við fótaóeirð? Lyf ?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Ég vil benda þér á ágæta grein um þetta vandamál HÉR sem getur vonandi gagnast þér
Þar kemur meðal annars þetta fram:
Til dæmis er einstaklingum sem eru slæmir ráðlagt að stunda líkamsrækt, teygjur eða jafnvel jóga á kvöldin, víxlböð með heitu og köldu vatni, halda svefnvenjum góðum og reglubundnum, ferðast á dagtíma sé það mögulegt og haga lífi sínu að vissu leyti samkvæmt þessum útleysandi þáttum. Bætiefni eins og járn, B-vítamín og magnesíum geta gagnast og þarf að meta hverju sinni. Engin lækning er til við þessum sjúkdómi og meðferðin byggir fyrst og fremst á því að auka ákveðið taugaboðefni í heilanum sem kallast dópamín. Sú meðhöndlun er að vissu leyti lík þeirri sem við beitum gegn Parkinsonsjúkdómi. Engin tenging er þó við þann sjúkdóm svo vitað sé. Þá eru einnig notuð flogaveikilyf, svefn- og róandi lyf, auk þess sem sterkum verkjalyfjum er beitt í sumum tilvikum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur