Sæl. Mig langar að vita hvort ég get eitthvað gertvið verkjum í fótunum. Bara fótunum ekki leggjum. Ég er með vefjagigt.Getur það verið orsök. og get ég eitthvað gert til að losna við þessa verki sérstaklega á kvöldin.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er ýmislegt sem hægt er að gera við verkjum í fótum en fyrst þarf að finna orsök verkjanna. Einkenni vefjagigtar geta m.a. verið vöðva- og liðverkir, fótaóeirð og fótapirringur. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá þínum heimilislækni til þess að greina orsök verkjanna og finna viðeigandi meðferð.
Læt fylgja slóð á yfirlit yfir möguleg einkenni vefjagigtar frá vefjagigt.is
http://www.vefjagigt.is/einkenni/
Gangi þér vel,
Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur