Fráhvarfseinkenni kannabisneyslu?

Spurning:
Góðan dag.
Ég er 21 árs gamall karlmaður og búinn að vera í kannabisneyslu í marga mánuði. Ég er hættur núna, en ég svitna svo mikið að ég get ekki verið í kringum annað fólk. Hvað er til ráða annað en að bíða og er þetta fylgifiskur kannabis eða…?

Svar:
Fráhvarfseinkenni vegna kannabisneyslu koma yfirleitt ekki fyrir nema eftir mjög mikla neyslu. Þau lýsa sér einkum með svefntruflunum, kvíða, lystarleysi og aukinni svitamyndun.Þetta ætti ekki að standa yfir nema í viku eða svo.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur