Frjósemi eftir Depo Provera

Fyrirspurn:


Ég byrjaði að sprautunni fyrir tveim mánuðum. Hef þangað til verið á pillunni. Svo fór ég að heyra að sprautan gæti gert mann ófrjóan og mjög óholl fyrir mann. Getur það veri? Eru þetta ekki sömu hormón og í pillunni? Annað sem ég var að spá. Er í lagi að láta 10 vikur líða á milli sprauta en ekki 12 eins og sagt er? Ég verð nefnilega erlendis þegar næsta sprauta á vera.

Aldur:
22

Kyn:
Kvenmaður 

Svar: 

Sæl,
 
Hvað varðar endurheimtingu frjósemi eftir lok meðferðar með Depo Provera þá er það mjög einstaklingsbundið hve langan tíma það tekur.  Samkvæmt upplýsingum úr sérlyfjaskrá er það að meðaltali 10 mánuðir sem líða þar til frjósemi er endurheimt.  Breytileiki er samt mjög mikill, getur verið frá 4 mánuðum og upp í 31 mánuð frá síðustu gjöf Depo Provera. 
Í sprautunni er hormón sem heitir progesteron og er það annað tveggja hormóna sem eru í hefðbundnum getnaðarvarnarpillum.   Pillan cerazette sem er notuð við brjóstagjöf inniheldur reyndar einnig bara progesteron hormón.  Varðandi áhrif sprautunar á heilsu umfram það sem rætt er um almennt með getnarvarnarpillur þá er það helst að hún gæti minnkað beinþéttni.  Það er mikilvægt við langtímanotkun á Depo Provera að gæta þess vel að taka kalk og lýsi til að minnka líkur á beinþynningu.  Hreyfing minnkar einnig líkur á beinþynningu.
Þó ég mæli ekki með að bregða út frá 12 vikna millibili á milli sprauta þá tel ég það í lagi þó einu sinni líði 10 vikur á milli.
 
Með kveðju,

Gunnlaugur Sigurjónsson, læknir