Frjósemi eftir pillunotkun í 6 ár

Spurning:

Hvað tekur langan tíma að verða jafn frjór aftur eftir að hafa verið á pillunni í 6 ár?

Svar:

Þegar hætt er að taka pilluna verða konur frjóar í næsta tíðahring. Hvort þú verðir jafnfrjó og áður eða ekki er spurning fyrir kvensjúkdómalækni að svara.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur.