Frunsa

Fyrirspurn:

Hæ,hæ mig langar að vita í sambandi við herpes á vörum?

Sko er ekki hægt að fá eitthvað á varirnar eftir koss og munnmök? Ég var með strák á laugardaginn og vakna svo í gærmorgun með risa blöðrur á vörunum og sem eru orðnar mun stærri í dag og mjög sársaukafullar? Veistu hvað þetta getur verið?

kveðja,

Ein áhyggjufull

Svar:

Sæl,

Ég ætla að byrja á því að afsaka hve seint svar berst.
Þú ert væntanlega löngu orðin laus við "frunsuna" sem ég geri ráð fyrir að þú hafir fengið samkvæmt lýsingu.
Ég vil benda þér á lesefni inná Doktor.is um frunsur sem þú skalt lesa, því það er mjög líklegt að þú eigir eftir að fá oftar frunsu á lífsleiðinni. Læt fylgja hér tengil inná eina síðu en síðan getur þú líka notað leitina.
Ég vil líka benda þér á að í apóteki er hægt að kaupa frunslukrem/áburð (Valtrex og Zovir) sem getur reynst vel og skal byrja að bera á frunsuna um leið og þú finnur að hún er að koma. Mundu að lesa leiðbeiningar vel eða fáðu ráð í apóteki ef þú þarft á að halda varðandi meðferð.

Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is