frunsublettir við ökla á báðum fótum

Komið sæl! Ég hef nokkru sinnum fengið sveppasýkingu milli tánna þegar ég hef verið í Sundhöllinni. Nú er ég með einskonar sýkingu sem kemur fram sem frunsublettir við ökkla á báðum fótum þessu fylgir kláði, þetta hef ég verið með að minnsta kosti í einn mánuð eða lengur .Fyrst bar ég Lamasil á þetta án árangurs nú hef é um tíma borið Dacktacort á þetta en ekkert dugir. Hvað er til ráða? er hætta á að ég geti fengið blóðsýkingu útfrá þessu?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta hljómar eins og að skynsamlegt sé að leyfa lækni að kíkja á. Hringdu í heilsugæsluna þína og fáðu aðstoð með þetta.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdótir, hjúkrunarfræðingur